Furðuhlutur féll af himni

Furðuhlutirnn sem féll af himni.
Furðuhlutirnn sem féll af himni. mynd/245.is

Íbúum við Vallargötu í Sandgerðisbæ brá illa í gærkvöldi er þeir heyrðu háan dynk fyrir utan húsið. Héldu íbúarnir að árekstur hefði orðið í götunni. Þegar út var komið sáu íbúarnir hins vegar að svartur furðuhlutur stóð upp úr grasinu, sjóðandi heitur. Hafði hann rekist í þakskeggið og er þar nú ágætis dæld.

Íbúarnir höfðu þegar í stað samband við lögreglu og athugaði svo Landhelgisgæslan máliði.

Furðuhluturinn dularfulli reyndist vera raketta með línu. Er þetta tæki sem björgunarsveitir nota til þess að skjóta línu yfir í strönduð skip en það er eitt það fyrsta sem þeir gera er sveit kemur að strandi.

Lögreglan grennslaðist fyrir um málið og komst að því að björgunarsveitin hafði verið að æfa sig um kvöldið. Þá fann hún aðra rakettu í miðbæ Sandgerðis. Ekki liggur fyrir hvernig tvær rakettur fóru að því að slíta línuna sem við þær voru festar en þegar slíkt gerist geta þær tekið ranga stefnu.

Sjá mynd af rakettunni á fréttavef Sandgerðis, 245.is.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert