Lífeyrissjóði skipaður umsjónarmaður

Kópavogur.
Kópavogur. www.mats.is

Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar umsjónaraðila vegna gruns um að ákvarðanir stjórnar sjóðsins um fjárfestingar hafi ekki verið í samræmi við ákvæði laga um lífeyrissjóði og ítrekuðum kröfum Fjármálaeftirlitsins um úrbætur hafi ekki verið sinnt.

Elín Jónsdóttir, lögfræðingur, hefur verið skipaður umsjónarmaður sjóðsins og tekur hún við réttindum og skyldum stjórnar og framkvæmdastjóra fram til 19. ágúst 2009.

Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar var stofnaður með samþykkt bæjarstjórnar 21. mars 1958 og  hét þá Eftirlaunasjóður Kópavogskaupstaðar. Fram kemur á heimasíðu Kópavogs, að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, sé formaður stjórnar sjóðsins. Auk hans eru tveir stjórnarmenn kosnir af sjóðfélögum og tveir af bæjarstjórn Kópavogsbæjar. Fulltrúar bæjarstjórnarinnar í stjórn hafa verið Ómar Stefánsson og Flosi Eiríksson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert