„Hvar er réttlætið?“

Nokkrir eigendur skemmtibáta hafa nú þegar skráð báta sína til …
Nokkrir eigendur skemmtibáta hafa nú þegar skráð báta sína til fiskveiða og hyggjast stunda strandveiðar. mbl.is/Þorkell

„Það eru vonbrigði að ríkisstjórn sem gefur sig út fyrir að standa fyrir velferð og réttlæti sé í raun og veru að taka frá útgerðarmönnum, sem fengið hafa úthlutað byggðakvóta, og rétta upp í hendurnar á mönnum sem voru búnir að selja veiðiheimildirnar frá sér og þar af leiðandi farnir út úr greininni. Hvaða réttlæti er fólgið í þessu?“ spyr Tryggvi Ársælsson, útgerðarmaður á Tálknafirði, en frjálsar strandveiðar, sem nú eru að hefjast, hafa verið harðlega gagnrýndar af útgerðarmönnum innan kvótakerfisins.

Tryggvi gerir út einn bát og festi síðast kaup á kvóta snemma árs 2007, 14 þorskígildistonnum, og gaf fyrir hann 28 milljónir króna. Hann áætlar að þetta sé svipað magn og báturinn sem hann keypti kvótann af getur veitt fram til ágústloka, án þess að greiða krónu fyrir. Ef að líkum lætur róa þessir bátar hlið við hlið á miðin það sem eftir lifir sumars. „Er það réttlæti?“ spyr hann aftur.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Tryggvi Ársælsson
Tryggvi Ársælsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka