Undrast lánakjör Icesave samnings

Undrast lánakjör samninga sem nú hafa verið gerðir vegna Icesave. Evrópusambandið hefur veitt löndum í efnahagsþrengingum lán undanfarin ár á lægri vöxtum.

Elvira Mendez, sérfræðingur í Evrópurétti við Háskóla Íslands, furðar sig á lánakjörum samninga sem nú hafa verið gerðir við Bretland og Holland vegna Icesave skuldbindinga. Kemur þetta fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

Elvira hefur borið saman Icesave-samninginn og samninga Evrópusambandsins undanfarin ár, en sambandið hefur veitt ríkjum í efnahagsþrengingum, jafnt innan sambandsins sem og utan þess, lánafyrirgreiðslu. Í þeim samningum hafi vextir verið um 3,5% en vextir á Icesave lánunum eru 5,5%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert