Vilja ekki tjá sig um póstinn

Flosi Eiríksson.
Flosi Eiríksson. mbl.is

Hvorki Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi og stjórnarmaður í LSK, né Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi og jafnframt stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Kópavogs, LSK, vildu í gær tjá sig um tölvupóstsamskipti milli stjórnarmanna LSK sem Morgunblaðið fjallaði um á laugardag.

Í frétt Morgunblaðsins á laugardag kom fram að tölvupóstur sem Sigrún Bragadóttir, framkvæmdastjóri LSK, sendi Sigrúnu Guðmundsdóttur, stjórnarmanni í LSK, hefði verið sendur öllum stjórnarmönnum. Í honum stóð: „Ég hitti Hjalta endurskoðanda hér niðri áðan og sagði honum frá þessu. Hann er hræddur um að þeir birtist og heimti að skoða bókhaldið á þessu ári og þá erum við í vanda.“ Pósturinn var eingöngu sendur til Sigrúnar Guðmundsdóttur en ekki til annarra stjórnarmanna og biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum.

Á hinn bóginn sendi Sigrún framkvæmdastjóri annan tölvupóst, þennan sama dag, til allra stjórnarmanna LSK með drögum að greinargerð til FME um hvort fjárfestingar sjóðsins samræmdust lögum.

Í póstinn skráði framkvæmdastjórinn jafnframt „vangaveltur“ í fjórum liðum og fjórði töluliðurinn var svohljóðandi: „Ég er pínulítið hrædd um að þeir birtist óvænt og heimti að skoða bókhaldið. Það er allt rétt sem kemur fram í bréfinu nema að þann 6. janúar síðastliðinn lánuðum við bænum aftur 330 milljónir. Heildarskuld bæjarins er því 580 milljónir.“

Flosi sagði í yfirlýsingu frá 21. júní að gögn hefðu verið „matreidd“ sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar síðan kynntar Fjármálaeftirlitinu. Ómar Stefánsson tók undir þá gagnrýni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert