Síld og fiskur segir öllum upp í Borgarnesi

Frá Borgarnesi
Frá Borgarnesi mbl.is

Öllum tólf starfsmönnum Síldar og fisks í Borgarnesi hefur verið sagt upp. Þar hefur fyrirtækið starfrækt útstöð kjötvinnslu sinnar en í henni var unnið við úrbeiningu kjöts.

Frá þessu segir vestulandsvefurinn Skessuhorn.is.

Skessuhorn hefur eftir Guðmundi Guðlaugssyni, framleiðslustjóra Síldar og fisks að uppsagnirnar séu nauðsynlegar í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Hann segir að farið verði eins fínt í sakirnar og hægt sé og verður öllum veittur þriggja mánaða uppsagnafrestur.

Reiknað var með aukinni framleiðslu þegar starfsemin hófst í Borgarnesi en það hafi ekki gengið eftir.

Fréttin á Skessuhorn.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert