Unnið að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað verkefnisstjórn til að vinna aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Við gerð áætlunarinnar verður stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda höfð að leiðarljósi. Hugi Ólafsson, tilnefndur af umhverfisráðuneyti, er formaður verkefnisstjórnarinnar.

Verkefnastjórnin á að vinna í nánu samráði við alla hagsmunaaðila utan stjórnsýslunnar, svo sem Samtök atvinnulífsins, fulltrúa atvinnugreina, umhverfisverndarsamtök og viðkomandi sérfræðistofnanir. Verkefnastjórnin á að skila tillögum að aðgerðaáætlun til umhverfisráðherra eigi síðar en 1. apríl 2010.

Verkefnastjórnin er þannig skipuð:

Hugi Ólafsson, tilnefndur af umhverfisráðuneyti, formaður.

Sigrún Ólafsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti.

Sigurður Guðmundsson, tilnefndur af fjármálaráðuneyti.

Sveinn Þorgrímsson, tilnefndur af iðnaðarráðuneyti.

Karl Alvarsson, tilnefndur af samgönguráðuneyti.

Erna Bjarnadóttir, tilnefnd af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert