Fleiri erlendir en innlendir ferðamenn

Selasetur Íslands er á Hvammstanga.
Selasetur Íslands er á Hvammstanga. selasetur.is

Aðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga hefur aukist mikið í sumar, að sögn Hrafnhildar Ýrar Víglundsdóttur, framkvæmdastjóra. Erlendir ferðamenn sem heimsóttu setrið í júní voru um 95% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Innlendum ferðamönnum fækkaði hins vegar um 5% nú miðað við júní í fyrra.

Aðgangseyrir í júní s.l. skilaði 145%  meira í júní s.l. en í sama mánuði í fyrra. Erlendum ferðamönnum sem heimsækja Selasetrið hefur fjölgað um 99% frá áramótum. Hrafnhildur Ýr sagði að dregið hafi úr aðsókn Íslendinga undanfarin ár. Fyrsta árið hafi þeir verið í meirihluta en fækkað ár frá ári.

Þetta er fjórða sumarið sem Selasetrið er opið. Kynningarátak sem gert var nýlega virðist vera að skila fleiri landsmönnum í heimsókn, að sögn Hrafnhildar. Hún kvaðst eiga von á að þess myndi gæta í heimsóknartölum fyrir júlímánuð.

„Við höfum verið að fá um 4.500 gesti á sumri. Okkur sýnist þetta ætla að verða miklu meira í sumar,“ sagði Hrafnhildur. Hún taldi að ef svo fer sem horfir að í sumar geti gestir safnsins jafnvel orðið um sex þúsund.

Selasetur Íslands

Erlendir ferðamenn gefa sér góðan tíma til að skoða Selasetrið.
Erlendir ferðamenn gefa sér góðan tíma til að skoða Selasetrið. selasetur.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka