Milljarða veðsetning Landsbanka

Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson voru eigendur …
Magnús Þorsteinsson, Björgólfur Thor Björgólfsson og Björgólfur Guðmundsson voru eigendur Samsonar eignarhaldsfélags. mbl.is/Kristinn

Skuldir Samsonar, upp á rúmlega 112 milljarða í nóvember í fyrra, á móti litlum sem engum eignum, eru tilkomnar að stórum hluta vegna veðsetningar á hlut félagsins í Landsbankanum.

Samson veðsetti hlut sinn í Landsbankanum fyrir tugmilljarða lánum. Meðal annars eru yfir 50 milljarða lán frá Commerzbank og Standard-bankanum frá Suður-Afríku.

Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hafa Björgólfsfeðgar, eigendur Samsonar, ekki enn greitt um 6 milljarða króna lán hjá Nýja Kaupþingi sem tilkomið er vegna kaupa félagsins á 45,8 prósent hlut í Landsbankanum. Félagið naut hins vegar góðs af ævintýralegum uppgangi íslensks efnahagslífs árin á eftir einkavæðingunni, 2003 til 2008, og voru þar bankarnir þrír, Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir, í aðalhlutverki.

Eftir hrun bankanna í október í fyrra hvarf helsta veð fyrir næstum öllum lánum Samsonar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert