Vilja að þingmenn felli tillöguna

Ungir framsóknarmenn í Skagafirði skora á þingmenn Framsóknarflokksins að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar. Segir í ályktuninni að hún uppfylli ekki skilyrði sem samþykkt voru á flokksþingi Framsóknarflokksins frá því í janúar 2009.

Ályktunin sem samþykkt var í dag er svohljóðandi:

„Ungir framsóknarmenn í Skagafirði skora á þingmenn Framsóknarflokksins að fara eftir ályktun flokksþings Framsóknarflokks frá janúar 2009 og greiða atkvæði gegn þingsályktunnartillögunni sem ríkistjórnin hefur lagt fram þar sem hún uppfyllir á engan hátt þau skilyrði sem sett voru fram á flokksþinginu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert