Hvetja til endurskoðunar kvótaúthlutunar

Stjórnir Útvegsbændafélags Vestmannaeyja, Sjómannafélagsins Jötuns, Útvegsbændafélagsins Heimaeyjar og Skipsstjóra og stýrmiannafélagsins Verðanda hvetja sjávarútvegsráðherra Jón Bjarnason að endurskoða ákvörðun um leyfilegan hámarksafla fiskveiðiárið 2009/2010.

„Miðað við kvótaúthlutanir síðustu ára teljum við að niðurskurður á ýsu sé of mikill.  Fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi geta á engan hátt búið við  svo mikla sveiflu á milli ára og viljum við því skora á hæstvirtan sjávarútvegsráðherra að endurskoða ákvörðun sína. Með því verður hægt að bregðast við breytingum á þann hátt að ekki fari illa í rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna og afkomu sjómanna sem byggja á þessari fisktegund. Einnig er farið í of mikla skerðingu á ufsa, þar sem nær ómögulegt er að mæla þann stofn, sem er flökkustofn eins og allir sjómenn vita.

Nú sem aldrei fyrr er óviðunandi að skorið sé niður um tugi prósenta þegar svo mikil óvissa er í stofnmati, þó erum við sammála um að ganga ekki of nærri fiskistofnum þjóðarinnar.

Sjávarútvegurinn gegnir lykilhlutverki í endurreisn hagkerfisins og er það mikið atriði að menn nái að nýta auðlindina sem best og hagkvæmast með sjálfbærni í huga. Varast skal hugmyndir sem lúta að algerri fiskfriðun og áróðri tengdri slíkri stefnu. Við höfum ekki efni á því !"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert