Icesave-deilan vekur athygli í Bretlandi

Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta …
Þjóðin ber ekki mikinn kærleik í hjarta til hins dýrkeypta Icesave sem þáverandi bankastjóri Landsbankans kallaði eitt sinn tæra snilld. Ómar Óskarsson

Breskir fjölmiðlar fjalla um Icesave deiluna á Íslandi og segja að íslensk stjórnvöld séu undir miklum þrýstingi hér vegna samkomulags við Breta og Hollendina um að greiða 2,3 milljarða punda vegna falls Landsbankans. Segir í frétt á vefnum This is London að breska fjármálaráðuneytið hafi þvingað íslensk stjórnvöld til þess að taka á sig ábyrgð vegna skuldarinnar vegna breskra innistæðueigenda á Icesave reikningum.

Gæti haft áhrif á aðildarumsókn Íslendinga

Nú sé samkomulagið um að endurgreiða lán vegna innistæðu þeirra á Icesave-reikninum í umræðunni á Íslandi og efist margir um að Íslendingum beri skylda til að greiða.

 Á sama tíma og deilt sé um hvort ríkisábyrgð sé á Icesave þá megi gera ráð fyrir því að Bretar setji sig upp á móti aðildarumsókn Íslendinga inn í Evrópusambandið ef ekki verður samþykkt á Alþingi að standa við samkomulagið.

Sjá nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert