Beint flug til Seattle

Fyrsta vél Icelandair lent í Seattle
Fyrsta vél Icelandair lent í Seattle Vilhjálmur Þór Bjarnason

Icelandair hóf í gær beint áætlunarflug milli Íslands og Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Af því tilefni flugu Boeing-þotur Icelandair, sem voru að koma frá Evrópu, hringflug yfir höfuðborgarsvæðið af sama tilefni og með í för slóst Þristurinn, eða „gamli“ Páll Sveinsson.

Samkvæmt upplýsingum frá Icelandair fer svo fram kynningardagskrá í Seattle í dag, í samstarfi við alþjóðaflugvöllinn í Seattle og ferðamálaráð borgarinnar.

Bókanir í flugið til Seattle og frá eru sagðar fara vel af stað. Þannig hafi sala á ferðum frá Seattle-svæðinu til Íslands verið meiri en gert var ráð fyrir. Flogið verður fjórum sinnum í viku í vetur: frá Íslandi á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum kl. 17 og frá Seattle á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka