Ísland með hæstu einkunn í slysavörnum barna

„Þetta getur talist stórkostlegur árangur á margra ára skipulögðu barnaslysavarna verkefni sem hófst árið 1991,“ segir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins sem í dag sinnir verkefni um slysavarnir barna. Ísland fær hæstu einkunn fyrir frammistöðu í barnaslysavörnum, í nýlegri skýrslu frá evrópskum stýrihópi um slysavarnir barna.

Í skýrslu evrópska stýrihópsins, European Child Safety Alliance (ECSA) fær Ísland hæstu einkunn, 48,5 stig. Einkunnin byggist á árangri og stöðumati verkefna í hverju landi fyrir sig, en alls tóku 24 Evrópuríki þátt í könnunni.

Jafnframt er yfirlit yfir tíðni dauðaslysa á börnum í þessum löndum. Ísland er ekki á listanum en það er sérstaklega tekið fram að það sé sökum þess hve fámennt landið er.

Holland er með lægstu dauðaslysatíðni barna eða 5,8 dauðaslys á hverja 100.000 íbúa. Lettland er með hæstu tíðnina, eða 22,4 dauðaslys á hverja 100.000 íbúa.

Ef tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar, þá er dauðaslysatíðni barna hér á landi 5,1 á hverja 100 íbúa, ein sú lægsta í Evrópuríkjunum.

„Sérstaklega ber að nefna þann mikla árangur sem náðst hefur í að fyrirbyggja drukknanir barna hér á landi,“ segir Herdís Storgaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert