Ofnæmislæknar eru önnum kafnir

mbl.is/Sverrir

„Í síðustu mælingu var magn frjóa í lofti um 200 sem er nokkuð mikið en kuldakastið nú hægir á dreifingu frjókorna,“ segir Margrét Hallsdóttir jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands sem sér um frjókornamælingar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mælingar sýna óvenju mikið af grasfrjóum undanfarið. „Ef þetta er toppurinn í ár þá er það nokkuð snemma. Fyrir norðan hefur hins vegar magn frjókorna mælst óvenju lítið. Norðlendingar fá venjulega væna gusu frjókorna upp úr miðjum ágúst.“

Margrét segir fólk með ofnæmi ekki að þurfa að óttast hvíta ull aspanna sem er áberandi um alla borg. „Frjókorn aspa voru á sveimi fyrrihluta maí en nú eru fræin og fræullin á ferðinni og þau valda ekki ofnæmi.“

Ofnæmislæknar fari í haustfrí

„Þessa dagana kemur til mín fólk sárþjakað af ofnæmi,“ segir Unnur Steina Björnsdóttir, ofnæmislæknir og dósent við HÍ. „Ofnæmislæknar ættu líklega ekki að fara í frí á sumrin,“ bætir hún við hlæjandi.

Unnur Steina segir gróðurofnæmi ekki hættulegt en margir verði undirlagðir og komist jafnvel ekki úr húsi. Góðu fréttirnar eru að oftast er hægt að slá á einkennin og jafnvel lækna ofnæmi. Ofnæmi er sjúkdómur yngra fólks og eldist af mörgum. Foreldrum nýbura léttir eflaust við að heyra að smábörn fá ekki gróðurofnæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert