Með stolið vegabréf

Erlendur karlmaður er haldi lögreglunnar á Suðurnesjum. Hann kom með flugvél frá Stokkhólmi í gær og ætlaði áfram til Kanada.

Maðurinn framvísaði sænsku vegabréfi en í ljós kom að það var ekki hans eigið. Grunur leikur á að maðurinn hafi stolið vegabréfinu. Þegar upp komst sótti maðurinn um hæli hér á landi. Hann sagðist við skýrslutökur hjá lögreglunni, vera með ríkisfang í Kongó.

Mál mannsins fer nú til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Óvíst er hvort ákæra verður gefin út á hendur honum fyrir misnotkun skjala, líkt og venja er í málum sem þessu. Það ræðst af því hver afgreiðsla á hælisumsókn mannsins verður.

Á annan tug mála frá áramótum

Frá áramótum hafa að minnsta kosti 15 manns verið handteknir við komu til landsins í Leifsstöð með fölsuð eða stolin skilríki. Oftar en ekki er um að ræða fólk sem kemur frá Evrópu og hyggst halda áfram för sinni til Kanada og þaðan til Bandaríkjanna.

Að sögn lögreglu á Suðurnesjum eykst straumurinn mjög þegar áætlunarflug milli Íslands og Kanada hefst á vorin. Nær undantekningalaust er viðkomandi ákærður og dæmdur til fangelsisvistar í 30 daga og gert að greiða sakarkostnað, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda. Að lokinni afplánun er viðkomandi sendur til síns heima eða upprunalands.

Algengt er að sá sem tekinn er með falskt vegabréf, óski eftir hæli hér á landi þegar upp kemst um fölsuðu skilríkin. Það er þó ekki algilt en tilgangur þeirra sem sækja um hæli undir þeim kringumstæðum, er oftar en ekki að koma sér hjá ákæru og refsingu.

Að minnsta kosti sex dómar hafa verið kveðnir upp frá áramótum.

8. maí 2009: Sómalskur ríkisborgari, sem kom frá Ítalíu, framvísaði sænsku vegabréfi í Leifsstöð. Dómur:30 daga fangelsi - Sakarkostnaður 87.150 krónur.

10. júní 2009: Ríkisborgari frá Sri Lanka sem kom frá Osló, framvísaði Singapore vegabréfi. Dómur:Eins mánaðar fangelsi - Sakarkostnaður 125.000 krónur.

10. júní 2009: Íraskur ríkisborgari sem kom frá Osló, framvísaði sænsku vegabréfi. Dómur:Eins mánaðar fangelsi - Sakarkostnaður 125.000 krónur.

12. júní 2009: Afganskur ríkisborgari sem kom frá Kaupmannahöfn, framvísaði sænsku vegabréfi. Dómur:Eins mánaðar fangelsi - Sakarkostnaður 85.408 krónur.

12. júní 2009: Moldóvskur ríkisborgari sem kom frá Kaupmannahöfn, framvísaði ísraelsku vegabréfi. Dómur:Eins mánaðar fangelsi - Sakarkostnaður 85.407 krónur.

18. júní 2009: Nígerískur ríkisborgari sem kom frá Alicante, framvísaði kanadísku vegabréfi. Dómur:30 daga fangelsi - Sakarkostnaður 96.861 króna.

mbl.is

Innlent »

Dansmaraþon á Klapparstíg

15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
EKTA PARKETLISTAR - GÓLFLISTAR - GEREKTI
Gegnheilir harðviðarlistar, spónl. gerefti. Facebook>Magnus Elias/Mex bygg S. 84...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...