Ríkisendurskoðun fer yfir innkaup Varnarmálastofnunar

Varnarmálastofnun
Varnarmálastofnun

Ríkisendurskoðun er að fara yfir opinber innkaup Varnarmálastofnunar en samkvæmt frétt á vef Varnarmálastofnunar er ekkert eðlilegra en að utanríkisráðuneytið fari yfir þau innkaup og óski eftir því að Ríkisendurskoðun kanni nánar ákvarðanir stofnunarinnar vegna slíkra innkaupa.

„Varnarmálastofnun Íslands er undirstofnun utanríkisráðuneytisins og fer ráðuneytið með eftirlithlutverk með undirstofnunum sínum.  

Við framkvæmd lögbundinna verkefna sinnir Varmarmálastofnun innkaupum á vörum og þjónustu að virtum lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa einstök innkaup stofnunarinnar verið undanþegin lögum um opinber innkaup á grundvelli 9. gr. sömu laga, þ.e. sérstökum öryggisráðstöfunum þarf að beita við framkvæmd samnings. Undanþáguákvæði 9. gr. hefur ekki verið mikið notað hérlendis áður.

Telur Varnarmálastofnun því ekkert eðlilegra en að utanríkisráðuneytið fari yfir þau innkaup og óski eftir því að Ríkisendurskoðun kanni nánar ákvarðanir stofnunarinnar vegna slíkra innkaupa. Slíkt sé liður í vandaðri stjórnsýslu og mun Varnarmálastofnun ekki tjá sig frekar um málið til að veita Ríkisendurskoðun fullt svigrúm til sinna starfa. 

Að gefnu tilefni er það tekið fram að ákvarðanir um hvernig loftrýmisgæslu er háttað eru pólitískar og því ekki á verksviði Varnarmálastofnunar," að því er segir á vef Varnarmálastofnunar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert