Hrinan í rénun

Í gærkvöldi varð snarpur jarðskjálfti, þrír að stærð, við Trölladyngju um fjóra kílómetra norður af Krýsuvík og austur af Keili. Í kjölfarið hafa fylgt allt að 200 eftirskjálftar en þeir hafa allir mælst  litlir og innan við einn að stærð og er hrinan í rénun að sögn jarðskjálftafræðings Veðurstofunnar.

Skjálftinn í gær fannst á höfuðborgarsvæðinu en skjálftahrinur eru algengar á Reykjanesskaga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert