Margt um manninn

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Lögreglan á Akureyri og Vestmannaeyjum er sammála um að rólegt sé yfir öllu þrátt fyrir mikinn mannfjölda á báðum stöðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum er milt og gott veður og virðist hafa áhrif til hins betra á gesti á þjóðhátíð. Fjögur fíkniefnamál hafa komið upp í Eyjum í kvöld en þau voru tíu í gær.

Engin líkamsárásarmál hafa komið til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum í kvöld eða eins og varðstjórinn orðaði það: „hér er ást í loftinu," þegar blaðamaður mbl.is hafði samband í kvöld.

Lögreglan á Akureyri var einnig ánægð með gang mála þar í bæ. Allt hefur farið vel fram í dag og fólk skemmt sér vel. Veður er mun betra heldur en spáð hafði verið og hefur það jákvæð áhrif á gesti hátíðarinnar Ein með öllu sem nú stendur yfir á Akureyri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert