Stórtíðindalaust hjá lögreglu í dag

Lögreglumenn við umferðareftirlit
Lögreglumenn við umferðareftirlit

Rólegt hefur verið hjá lögreglu þar sem helstu hátíðarhöld fara fram um helgina. 

Í Vestmannaeyjum hafa að minnsta kosti tvö fíkniefnamál bæst við þau tíu sem komu til kasta lögreglu í nótt. Unnið er í þeim málum, fíkniefnabrotum og öðrum, sem þegar hafa komið upp. Ekki hefur verið lögð fram formleg kæra vegna tilkynntrar nauðgunar í nótt en lögreglan bíður eftir að stúlkan gefi skýrslu um málið.

Lögreglan í Vestmannaeyjum á von á liðsauka frá Bakka en þar hefur verið mjög rólegt og rétt þótti að beina liðsaflanum þangað sem margmennið er.

Á Sauðárkróki hefur verið mjög rólegt en þar fer unglingalandsmót Ungmennafélag Íslands fram. Gestir það hafa verið „eins og ljós“ að sögn lögreglu. Svipaða sögu er að segja af Ísafirði en að sögn varðstjóra er mikið af fólki á ferli í bænum.

Í höfuðborginni hefur verið almennur erill í ýmsum málum að sögn lögreglu þar en ekkert stórvægilegt enn sem komið er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert