Fleiri andvígir aðild að ESB og vilja þjóðaratkvæðagreiðslu

Fleiri Íslendingar eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)en hlynntir samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Andríki.

Spurt var;  Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur inngöngu Íslands í Evrópusambandið? Varð niðurstaðan sú að „mjög hlynnt“ voru 17,1%, „frekar hlynnt“ 17,6%, „frekar andvíg“ voru 19,3% og „mjög andvíg“ 29,2%. „Hvorki né“ sögðust 16,9% vera.
 
Kemur fram að ef þeim, sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunum, séu 58,3% frekar eða mjög andvíg inngöngu Íslands í Evrópusambandið, en 41,7% frekar eða mjög hlynnt.

Í sömu könnun kemur fram að meirihluti þeirra sem taka afstöðu, vildu fá þjóðaratkvæðagreiðslu um þá ákvörðun að Íslandi sæki um aðild að ESB.

Lögð var fram spurningin:  Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Var niðurstaðan sú að „mjög hlynnt“ voru 45,3%, „frekar hlynnt“ 15,6%, „frekar andvíg“ voru 11,3% og „mjög andvíg“ 17,9%. „Hvorki né“ svöruðu 9,9% þátttakenda.
 
Fram kemur að ef þeim sem völdu svarið „hvorki né“, er sleppt úr niðurstöðunni, vilji 67,6% aðspurðra fá þjóðaratkvæðagreiðslum um það hvort "Ísland eiga að sækja um aðild að Evrópusambandinu" en 32,4% eru ekki hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Könnunin var gerð dagana  16. til 27. júlí 2009 og voru 1273 í úrtakinu. Af þeim svöruðu 717 og svarhlutfall var því 56,3%.
 


  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Innlent »

Ófærð á Vestfjörðum

08:41 Á Vestfjörðum er þungfært á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum en mokstur stendur yfir. Þæfingur er á Kletthálsi en ófært á Kleifaheiði og mokstur stendur yfir annars er hálka eða snjóþekja á flestum vegum á Vestfjörðum. Meira »

Gera eskimóasnjóhús

08:11 „Við erum aldir upp við þetta á Siglufirði og það var ægilegt sport að gera svona hús á sínum tíma.“  Meira »

Tímaspursmál hvenær við missum líf

07:49 Íslensk þjóð þarfnast í dag máttugs leiðtoga, sem þorir, vill og getur talað máli sannleikans. Þarf sömuleiðis stóra jólagjöf sem felur í sér lausnir, svo sem á skuldavanda heimilanna og læknadeilunni. Meira »

Hálka í öllum landshlutum

07:44 Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og hálka eða snjóþekja á flestum öðrum leiðum á Suðurlandi  Meira »

Þjófur náði að flýja

07:43 Öryggisvörður í verslun í miðborginni stóð mann að hnupli á öðrum tímanum í nótt. Þegar öryggisvörðurinn ætlaði að stöðva manninn lenti hann í átökum við þjófinn sem náði að flýja af vettvangi. Meira »

Vissi ekki hvar hann bjó

07:39 Ölvaður erlendur ferðamaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur um fjögur leytið í nótt. Maðurinn vissi ekki um dvalastað sinn hér á landi og var því vistaður í fangageymslu á meðan ástand hans lagast. Meira »

Léttskýjað og kalt

07:01 Fremur kalt er í veðri en á höfuðborgarsvæðinu er sex stiga frost og þrír metrar á sekúndu. Spáð er léttskýjuðu í dag en þykknar smám saman upp við Suður- og Vesturströndina. Á Akureyri er þriggja stiga frost og snjókoma. Meira »

Ökuníðingur skapaði hættu

07:33 Maður sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum lögreglu um fjögurleytið í nótt skapaði hættu fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Maðurinn gistir fangaklefa en hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem hann braut ýmis önnur umferðarlög. Meira »

Fluttur á slysadeild með brunasár

06:54 Kona var flutt á bráðamóttöku með brunasár í nótt eftir að eldur kviknaði í kertaskreytingu á heimili hennar í Hafnarfirði. Logandi kertaskreytingin hafði fallið á konuna sem svaf í sófa við hlið skreytingarinnar í nótt. Meira »

Breytingar líklegar

05:30 Líklegt er að breytingar verði gerðar á ráðherraskipan Framsóknarflokksins um áramót.  Meira »

Fríverslun heldur aftur af hækkun

05:30 Fríverslunarsamningur Íslands og Kína gerir það að verkum að verð á flugeldum mun haldast óbreytt frá í fyrra, þrátt fyrir hækkandi flutningskostnað og hækkandi verð í Kína vegna verðbólgu þar í landi. Meira »

Breiddin í tónlist meiri í ár en í fyrra

05:30 Örlítil fækkun er á tónleikum íslenskra tónlistarmanna og hljómsveita í útlöndum í ár, samanborið við árið í fyrra.  Meira »

Hátíð ljóss og friðar í myrkri

05:30 Íslenska skammdegið getur verið erfitt til lengdar og þrátt fyrir nýafstaðnar vetrarsólstöður er enn langt í almennilegar sólarstundir. Meira »

Telur orkufyrirtæki ekki bótaskyld

05:30 Engar tjónstilkynningar hafa borist til Orkubús Vestfjarða um tjón raforkukaupenda vegna straumleysis sem varð í dreifbýli í Vesturbyggð. Meira »

Strútar, dádýr og kalkúnn meðal rétta

05:30 Þrátt fyrir mikinn snjó alls staðar um landið gekk jólaverslunin vel fyrir sig. Kalkúnninn verður vinsælli með hverju árinu en sala á reyktu kjöti fór fram úr áætlunum. Meira »

Andlát: Ingvar Jónasson

05:30 Ingvar Jónasson, víóluleikari, lést á Landakotsspítla á jóladag, 25. desember, 87 ára að aldri.   Meira »

Sungið fyrir nýfædd börn

05:30 Jólabörnin eru orðin alls 17 um þessi jól en starfsfólk fæðingarvaktarinnar á Landspítalanum tók á móti fimm börnum á aðfangadag, fimm á jóladag og sjö börnum annan í jólum, áður en blaðið fór í prentun. Meira »

„Alveg brjáluð norðurljós“

Í gær, 22:46 Norðurljósin buðu upp á dans yfir Akureyri í kvöld en ljósmyndarinn Micha Andreas var fljótur að sækja myndavélina og festa sjónarspilið á filmu. „Þetta voru alveg brjáluð norðurljós - ég hef aldrei séð svona miklar hreyfingar,“ segir Micha í samtali við mbl.is í kvöld. Meira »
Mynd af Jóni Sigurðssyni óskast.
Vill gjarnan kaupa mynd í hefðbundinni stærð ( ca. 4o x 60 ) af Jóni Sigurðssyni...
2 sumarhús, skógivaxið 1 hekt. land, vörubíll og traktórsgrafa
Allur pakkinn til sölu fyrir 16. miljónir. Setja þarf ca 3 miljónir í framkvæmdi...
BÍLABÓN - GÆÐABÓN
GÆÐABÓN Ármúla 17a. Opið mán.-föst. 8-18. Sími 568 4310. Það besta fyrir bílinn...
Ísskápur til sölu
Hotpoint ísskápur með frysti 7.ára gamall stærð 160cm x 60cm. Verð 12 þúsund kr...
 
Breytingar á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Auglýsing sveitarst...
Velferðarsvið, f3250.
Tilboð - útboð
Óskað er eftir rekstraraðila fyrir G...
Félagslíf
Staður og stund
Boðaþing 9 Tréút...
Staður og stund
Staður og stund
Dalbraut 18-20 Félagsvist fellur ...