Metaðsókn að Jökulsárlóni

Flugeldasýning við Jökulsárlón.
Flugeldasýning við Jökulsárlón. Ragnar Th. Sigurdsson

Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Jökulárlón eins og nú í sumar og stefnir í metár frá upphafi.

Nú stendur yfir undirbúningur vegna hinnar árlegu flugeldasýningarinnar í Jökulsárlóni, en hún fer fram í tíunda skipti og verður mikið um dýrðir. Af þessu tilefni verður mikið lagt í flugeldasýninguna sem fer fram aðra helgi eða laugardaginn 15. ágúst á miðnætti en hún hefur áður verið haldin aðra helgina í ágúst. Allur ágóði rennur til Björgunarfélags Hornafjarðar.

Flugeldasýningar eru mikið sjónarspil en það jafnast ekkert á við að sjá slíka sýningu með stærsta jökul Evrópu og tignarlega ísjaka í bakgrunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert