Stjórn vill varamenn á þing

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta ...
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. Ómar Óskarsson

„Þessum tillögum var annars vegar ætlað að bæta samstarfið innan þingflokksins, en engum getur dulist að þau hafa verið mjög stirð síðan ESB-málið kom upp, og hins vegar að auka tengslin við grasrótina,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, um tvær tillögur sem stjórn hreyfingarinnar sendi þingmönnum flokksins fyrir um hálfum mánuði og gert var grein fyrir á almennum félagsfundi fyrr í kvöld. Allir þingmennirnir fjórir boðuðu forföll og sjálfur átti Herbert ekki heimangengt á fundinn sem boðað var til með skömmum fyrirvara.  

Í fyrri tillögunni er lagt til að Birgitta Jónsdóttir hætti sem þingflokksformaður og kosinn verði nýr í hennar stað. Seinni tillagan kveður á um að aldrei verði færri en einn varaþingmaður fyrir Borgarahreyfinguna á þingi hverju sinni. Segir Herbert hugsunina með því vera að fleiri komi að starfi hreyfingarinnar á þingi og tengsl þingmanna við grasrótina verði bætt.  Að sögn Herberts hafði stjórninni ekki borist nein formleg viðbrögð við tillögunum tveimur frá þingmönnum hreyfingarinnar og því hafi stjórninni þótt rétt að leggja spilin á borðið á almennum félagsfundi og ræða málin opinskátt.

Herbert segir samskiptaleysi þingmanna við stjórn og grasrót Borgarahreyfingarinnar m.a. hafa birst í því að þingmenn flokksins hafi sótt almenna félagsfundi illa eða alls ekki. Sem dæmi um samskiptaleysi nefnir hann að stjórnin hafi ekki frétt af viðsnúningi þriggja þingmanna hreyfingarinnar í ESB-málinu svonefnda fyrr en nóttina áður en málið fór í fjölmiðla. Sem kunnugt er greiddu Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB til að þrýsta á um að Icesave-málinu yrði frestað.

Tekur Herbert  fram að ekkert hafi verið undan vinnubrögðum þingmannanna þriggja að kvarta fram að ESB-málinu og stjórn hafi sýnt því mikinn skilning að þingmenn flokksins hefðu ekki tíma til að mæta á félagsfundi vegna anna í þinginu. 

„Við sýndum því líka skilning að Birgittu hefði snúist hugur í ESB-málinu, því fólk er í flokknum á sínum forsendum þó takmarkið sé stefnuskráin. Fólk má auðvitað alveg skipta um skoðun. Hins vegar tók steininn úr þegar hrossakaupin urðu,“  segir Herbert og vísar þar til þess að Birgitta, Margrét og Þór hafi boðist til þess að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar um ESB-aðildarviðræður gegn því að Icesave-málinu yrði frestað.

„Borgarahreyfingin var stofnuð til höfuðs þeirri pólitík sem stunduð var af þingmönnum hreyfingarinnar á þessum tímapunkti. Við ætluðum að vera heiðarlega fólkið sem gerðum ekki svona hluti og mér sárnaði þetta mjög,“ segir Herbert.


Herbert Sveinbjörnsson formaður Borgarahreyfingarinnar
Herbert Sveinbjörnsson formaður Borgarahreyfingarinnar
Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Fjárlagavinnan gengur vel

14:44 „Þetta er allt á áætlun. Við erum bara í gestakomum og verður langt fram á kvöld í því og á morgun og stefnum á að fara inn í þingið aftur samkvæmt starfsáætlun 22. desember. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það held ég.“ Meira »

Viðamikil alþjóðleg lögregluaðgerð

14:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti tollstjóra hafa boðað til blaðamannafundar í kl. 16 í dag, en tilefnið er viðamikil, alþjóðleg lögregluaðgerð. Meira »

Flugferðum ekki fjölgað hjá WOW air

14:26 WOW air ætlar ekki að fjölga flugferðum hjá sér vegna verkfalls flugvirkja hjá Icelandair.  Meira »

Flugvirkjar funda klukkan fjögur

14:21 Nýr fundur í kjaradeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hefur verið boðaður klukkan 16 í dag. Meira »

Telur Icelandair stóla á lagasetningu

13:10 „Þetta lyktar svolítið af því að þeir séu farnir að stóla á lagasetningu,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, um Icelandair. Meira »

Dæmt til að greiða 52 milljónir

14:24 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Vaðlaheiðargöng hf. til þess að greiða verktakafyrrtækinu Ósafli tæplega 52 milljónir króna í deilu um það hvor aðili eigi að njóta lækkunar virðisaukaskatts í byrjun árs 2015. Meira »

Atvinnuflugmenn styðja flugvirkja

13:14 Félag íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, hefur lýst yfir stuðningi við Flugvirkjafélag Íslands í kjaradeilu þess við Icelandair. Meira »

Röðin minnkað frá því í morgun

12:39 Röðin fyrir utan söluskrifstofu Icelandair við innritunarborðin í flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur minnkað mikið frá því snemma í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá
NP Þjónusta Tek að mér bókanir og umsjá breytinga. Hafið samband í síma 649-6134...
 
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...