Stjórn vill varamenn á þing

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta ...
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. Ómar Óskarsson

„Þessum tillögum var annars vegar ætlað að bæta samstarfið innan þingflokksins, en engum getur dulist að þau hafa verið mjög stirð síðan ESB-málið kom upp, og hins vegar að auka tengslin við grasrótina,“ segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður Borgarahreyfingarinnar, um tvær tillögur sem stjórn hreyfingarinnar sendi þingmönnum flokksins fyrir um hálfum mánuði og gert var grein fyrir á almennum félagsfundi fyrr í kvöld. Allir þingmennirnir fjórir boðuðu forföll og sjálfur átti Herbert ekki heimangengt á fundinn sem boðað var til með skömmum fyrirvara.  

Í fyrri tillögunni er lagt til að Birgitta Jónsdóttir hætti sem þingflokksformaður og kosinn verði nýr í hennar stað. Seinni tillagan kveður á um að aldrei verði færri en einn varaþingmaður fyrir Borgarahreyfinguna á þingi hverju sinni. Segir Herbert hugsunina með því vera að fleiri komi að starfi hreyfingarinnar á þingi og tengsl þingmanna við grasrótina verði bætt.  Að sögn Herberts hafði stjórninni ekki borist nein formleg viðbrögð við tillögunum tveimur frá þingmönnum hreyfingarinnar og því hafi stjórninni þótt rétt að leggja spilin á borðið á almennum félagsfundi og ræða málin opinskátt.

Herbert segir samskiptaleysi þingmanna við stjórn og grasrót Borgarahreyfingarinnar m.a. hafa birst í því að þingmenn flokksins hafi sótt almenna félagsfundi illa eða alls ekki. Sem dæmi um samskiptaleysi nefnir hann að stjórnin hafi ekki frétt af viðsnúningi þriggja þingmanna hreyfingarinnar í ESB-málinu svonefnda fyrr en nóttina áður en málið fór í fjölmiðla. Sem kunnugt er greiddu Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari, atkvæði gegn tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að ESB til að þrýsta á um að Icesave-málinu yrði frestað.

Tekur Herbert  fram að ekkert hafi verið undan vinnubrögðum þingmannanna þriggja að kvarta fram að ESB-málinu og stjórn hafi sýnt því mikinn skilning að þingmenn flokksins hefðu ekki tíma til að mæta á félagsfundi vegna anna í þinginu. 

„Við sýndum því líka skilning að Birgittu hefði snúist hugur í ESB-málinu, því fólk er í flokknum á sínum forsendum þó takmarkið sé stefnuskráin. Fólk má auðvitað alveg skipta um skoðun. Hins vegar tók steininn úr þegar hrossakaupin urðu,“  segir Herbert og vísar þar til þess að Birgitta, Margrét og Þór hafi boðist til þess að styðja tillögu ríkisstjórnarinnar um ESB-aðildarviðræður gegn því að Icesave-málinu yrði frestað.

„Borgarahreyfingin var stofnuð til höfuðs þeirri pólitík sem stunduð var af þingmönnum hreyfingarinnar á þessum tímapunkti. Við ætluðum að vera heiðarlega fólkið sem gerðum ekki svona hluti og mér sárnaði þetta mjög,“ segir Herbert.


Herbert Sveinbjörnsson formaður Borgarahreyfingarinnar
Herbert Sveinbjörnsson formaður Borgarahreyfingarinnar
Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Líkir búnaði Engeyjar RE við komu skuttogaranna

08:18 Engey RE kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð og sjálfvirkt lestarkerfi frá Skaganum 3X reyndist vel í túrnum sem og búnaður á vinnsludekki. Meira »

Stefna á að tvöfalda starfsemina á Íslandi

08:08 andaríska tæknifyrirtækið NetApp sér gríðarlega möguleika í hugbúnaði Greenqloud og stefnir á að tvöfalda starfsmannafjölda á árinu. Vandasamt gæti þó orðið að ráða svo marga forritara og hugbúnaðarverkfræðinga á svo skömmum tíma. Meira »

4.000 heimsóknir

07:57 Sviðsljós Eftirlit á vegum ríkisskattstjóra á vinnustöðum og með heimsóknum í fyrirtæki hefur skilað ágætum árangri á árinu og það sem af er sumri. Meira »

Dísa leitar að sandi í Fossafirði

07:37 Orkustofnun hefur veitt Björgun ehf. í Reykjavík leyfi til tilraunatöku á möl og sandi af hafsbotni á svæði úti af mynni Fossár í botni Fossfjarðar við Arnarfjörð. Meira »

Spá 18 stiga hita í dag

07:18 Spáin gerir ráð fyrir hægum vind í dag og að það verði skýjað með köflum. Hitinn verður 8 til 18 stiga í dag, hlýjast inn til landsins. Búast má við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í vestan golu við Faxaflóa seinnipartinn. Meira »

Óhæfur vegna veikinda

06:02 Ökumaður sem olli umferðaróhappi í Sólheimum um níu leytið í gærkvöldi var færður á lögreglustöð þar sem læknir kom og mat ökumanninn óhæfan til að stjórna ökutæki vegna veikinda.   Meira »

Konurnar fundnar heilar á húfi

05:41 Gönguhópur fann konurnar þrjár sem var í gærkvöldi á gönguleið við Skalla sunnan Landmannalauga um tvö leytið í nótt. Konurnar voru kaldar en að öðru leyti amaði ekkert að þeim. Meira »

Tafir á dreifingu Morgunblaðsins

05:46 Tafir verða á dreifingu Morgunblaðsins í dag vegna bilunar í prentsmiðju. Byrjað er að dreifa blaðinu á höfuðborgarsvæðinu en ljóst að einhverjir fá blaðið sitt seinna en venjulega. Meira »

BRCA-konur hafa val

05:30 Konur sem eru með BRCA-stökkbreytingu í genum sem eykur áhættuna á að fá krabbamein í brjóst og eggjastokka geta nú farið í fyrirbyggjandi brjóstnám og uppbyggingu á Klíníkina í Ármúla og fengið það greitt af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ). Meira »

20 stiga hitamúr féll í gær

05:30 Í gærdag fór hiti í fyrsta sinn í ágústmánuði þetta árið í 20 gráður. Þetta var í Mörk í Landsveit þar sem er sjálfvirk veðurathugunarstöð. Í gær var heiðríkja á Suðurlandi og sólin sendi heita geisla sína yfir landið. Meira »

Festir ræðir við erlenda hótelkeðju

05:30 Festir fasteignafélag ræðir nú við erlenda hótelkeðju um leigu á Suðurlandsbraut 18. Breytingar á byggingunni eru í undirbúningi og hafa leigutakar flutt úr húsinu. Meira »

Rétt að afhenda RÚV tölvupósta

05:30 Vegglistaverk á Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu í Reykjavík hefur verið mikið á milli tannanna á fólki. Málað var yfir verkið í síðasta mánuði og í kjölfarið var deilt um ástæður þess og hver bæri ábyrgð. Meira »

Þörf á fleiri úrræðum í skólunum

05:30 Staðan í sveitarfélögum utan Reykjavíkurborgar um pláss fyrir nemendur sem eru með hegðunar-, geðræna- eða félagslega erfiðleika í sérskólum eða sérdeildum innan grunnskóla er misjöfn, segir Sædís Ósk Harðardóttir, formaður Félags sérkennara, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Ófyrirséðar afleiðingar af Costco

05:30 Jón Gerald Sullenberger í Kosti hefur velt fyrir sér þeirri ákvörðun yfirvalda að leyfa risaverslun eins og Costco að koma inn á þann örmarkað sem Ísland er. Meira »

Mega flytja mjaldra til Eyja

Í gær, 21:30 Vestmannaeyjabær hefur fengið heimild Umhverfisstofnunar til innflutnings á mjöldrum frá Kína til Eyja. Þetta segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, í samtali við mbl.is, en um er að ræða samstarfsverkefni með fyrirtækinu Merlin Entertainment. Meira »

Reyndi svik í nafni Costco

05:30 Blaðamanni á Morgunblaðinu barst nýlega tölvupóstur frá „hr. Lee Clark“, sem kvaðst vera innkaupastjóri hjá Costco í Bretlandi. Meira »

Leitað að þremur ferðakonum

01:43 Björgunarsveitir á Suðurlandi leita nú þriggja spænskra ferðakvenna nærri Landmannalaugum. Rúmlega tuttugu manns eru farnir af stað og leit hafin. Meira »

Stöðva rekstur ef slökkt er á ofninum

Í gær, 21:00 Umhverfisstofnun mun stöðva rekstur kísilverksmiðju United Silicon, komi til þess að slökkt verði á ofni verksmiðjunnar lengur en í klukkustund eða ef afl hans fer undir tíu megavött. Meira »
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Biskupstungur. laust hús.
Eigum laus sumarhús næstu helgar. Rétt við Geysi og Gullfoss Rúm fyrir 6. Hund...
Rúmgóð risíbúð
Rúmgóð risíbúð í rólegu fjórbýlishúsi með góðum garði í Suðurhlíðum Kópavogs til...
TIL SÖLU sumardekk
4 stk. BF Goodridge sumardekk 215/65 R 16 nánast óslitin, verð 40.000 uppl. Sí...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Lækjarmel 12
Atvinnuhúsnæði
Stórglæsilegt iðnaðarhúsnæði Lækjarme...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...