Harmar persónulegar deilur

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta …
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir. Ómar Óskarsson

 Félagsfundi Borgarahreyfingarinnar lauk skömmu eftir miðnætti. Í framhaldinu sendi fundurinn frá sér svohljóðandi ályktun: 

„Félagsfundur Borgarahreyfingarinnar, haldinn í Reykjavík 6. ágúst 2009, harmar þann skaða sem persónulegar deilur meðal stjórnarmanna og þinghóps hafa valdið hreyfingunni.

Þess er krafist að þingmenn og stjórnarmenn geri út um þessar deilur þannig að ekki hljótist af frekari skaði og einbeiti sér að því að hrinda stefnumálum Borgarahreyfingarinnar í framkvæmd. Til þess voru þeir kjörnir: Þingmenn eru einungis framlenging hreyfingarinnar og þeim ber að starfa sem slíkir.

Fundurinn lýsir yfir vonbrigðum með að þingmenn hafi ekki séð sér fært að mæta á félagsfundinn. Fundurinn vill að auki koma fram eftirfarandi yfirlýsingu: Borgarahreyfingin lýsir vanþóknun sinni á framgöngu ríkisstjórnar Íslands gagnvart skuldsettum heimilum í landinu. Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna um að slá skjaldborg um heimilin, til að þóknast Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert