Þorskafli strandveiðibáta rúm 2000 tonn

Smábátar í Hafnarfjarðarhöfn.
Smábátar í Hafnarfjarðarhöfn. mbl.is/Þorkell

Heildarþorskafli strandveiðibáta er nú kominn yfir tvö þúsund tonn, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu. Alls hafa 479 bátar landað 2.024 tonnum af þorski. Meðalafli í róðri er 473,6 kíló.

Helmingur aflans hefur verið veiddur á svæði A en það nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Skagabyggðar. Á svæði A hafa 189 bátar landað samtals 1.316 tonnum af þorski og er meðalafli í róðri 766 kíló.

Á svæði B, sem nær frá Sveitarfélaginu Skagafirði að Grýtubakkahreppi hafa 80 bátar landað samtals 307 tonnum af þorski. Meðalafli í róðri er 449 kíló.

Á svæði C, sem nær frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps hafa 87 bátar landað samtals 458 tonnum af þorski. Meðalafli í róðri er 461 kíló.

Á svæði D, sem nær frá Sveitarfélaginu Hornafirði að Borgarbyggð hafa 127 bátar landað samtals 204 tonnum af þorski og er meðalafli í róðri 233 kíló.

Fiskistofa hefur sett upp sérstaka vefsíðu þar sem hægt er að skoða heildarstöðu í veiðunum eftir tegundum, upplýsingar um fjölda báta, fjölda landana og þorskviðmiðun. Þessar upplýsingar er einnig hægt að sækja fyrir hvert veiðisvæði fyrir sig eða hvert veiðitímabil eftir þörfum notanda. 

Upplýsingar um strandveiðar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert