Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar

mbl.is/Heiddi

„Þetta eru fráleitir frasar og ekki svaraverðir,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um ásakanir Saving Iceland um meint harðræði lögreglu gegn mótmælendum í gær.

Í yfirlýsingu sem Saving Iceland sendi frá sér í nótt sakar hreyfingin lögreglu um harkalegt ofbeldi og rógburð, og fjölmiðla fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mótmælum við Iðnaðarráðuneytið og lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær.

Fimm voru handtekin við iðnaðarráðuneytið vegna brota á lögreglusamþykkt og tveir úr hópi þeirra sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í gærkvöld, voru handteknir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Mótmælendur segja að lögregla hafi beitt miklu og óþörfu ofbeldi og slasað mótmælendur. Jón H. Snorrason vísar þessu á bug og segir lögreglumenn í umræddri aðgerð ekki hafa farið offari.

„Síður en svo. Menn létu þetta yfir sig ganga í fleiri klukkutíma. Þetta er mikið verkefni að þurfa að eiga við fólk sem er ósátt við stjórnvöld. Þetta truflar okkar þjónustu við almenna borgara. Það er ævinlega töluvert af verkefnum á föstudags- og laugardagskvöldum og mörg verkefnanna krefjast þess að þeim sé sinnt fljótt og vel. Þetta kom þó ekki að sök í gær en batt töluvert af okkar mannskap á annatíma,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Boðið að gangast undir sátt 

Skýrslur voru teknar af sjömenningunum og þeim boðið að gangast undir sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir mótþróa við lögreglu. Sjömenningunum var sleppt úr haldi á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt leiðbeiningum ríkissaksóknara um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt, varðar það sekt frá 10 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Fyrir brot gegn lögreglusamþykkt má ákvarða sekt upp á 10 til 50 þúsund krónur. Sektarfjárhæðir ákvarðast eftir eðli og umfangi brota.

Fólkið hefur 30 daga umþóttunartíma til að ákveða hvort það gengst við lögreglustjórasáttinni og jafnframt að ganga frá greiðslu. Ef sáttinni er hafnað fer mál viðkomandi væntanlega í ákæruferli.

Saksóknara að skoða ofbeldi mótmælenda í garð lögreglu

Að sögn lögreglumanna og sjónarvotta var sparkað í höfuð lögreglumanns þegar lögreglan leysti upp mótmæli við iðnaðarráðuneytið í gær. Þá var annar lögreglumaður sleginn í höfuðið með fötu, sem var full af málningu. Þeir hlutu ekki alvarlega áverka.

„Atburðarrásin liggur nokkuð ljós fyrir í þessum tilvikum en slík mál fara til ríkissaksóknara. Mestu máli skiptir að menn sluppu betur en á horfðist,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Engin sönnunargögn

Talsmenn Saving Iceland segja að ofangreindar sakir eigi ekki við nein rök að styðjast.

„Ekkert myndefni eða önnur sönnunargögn sýna fram á að Saving Iceland hafi gert það sem fjölmiðlar staðhæfa. Það virðist sem orð lögreglunnar, auk afar vefengjanlegrar frásagnar eins sjónarvotts, um atburði dagsins nægi fjölmiðlum til þess að birta það sem þeir álíta rétta umfjöllun um málið. Það er eðlilegt að fjölmiðlar tali við alla sem að málinu koma en þegar orð lögreglunnar eru notuð á þann veg að um heilagan sannleika sé að ræða, er óumflýjanlegt að spyrja sig fyrir hagsmuni hverra fjölmiðlar starfa,“ segir í yfirlýsingu Saving Iceland frá í nótt.

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé ekki ósanngjörn krafa af hálfu Saving Iceland að sjónarmið samtakanna komist til almennings og að notast verði við frásögn Saving Iceland og sönnunargögn í frekari fréttaumfjöllunum.

Samtökin sendu frá sér rúmlega tveggja mínútna myndbandsbút sem sýnir handtöku eins mótmælanda. Myndskeiðið er klippt og hljóðlaust. Fréttavefur mbl.is hefur óskað eftir því við Saving iceland að fá aðgang að myndbandsupptökunni til að birta hana en svar hafði ekki borist við beiðninni.

Myndbandsbútur Saving Iceland

mbl.is

Innlent »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

19:05 Maðurinn sem varð fyrir slysi við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum Orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »

Eldur kom tvisvar upp í sama bílnum

15:04 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að bifreið hjá Vogi nærri Stórhöfða í dag eftir að eldur kom þar upp. Þegar slökkviliðið hafði slökkt eldinn barst útkall vegna elds í álverinu í Straumsvík og fór slökkvibíllinn í útkallið þar sem slökkviliðsmenn töldu sig hafa slökkt eldinn í bifreiðinni. Meira »

„Viljugur til verka og hörkuduglegur“

14:50 „Hann hefur lagt sig 110% fram í vinnu,“ segir Kristinn Pálsson, vinnuveitandi nígeríska hælisleitandans Sunday, í samtali við mbl.is. Sunday, eiginkonu hans Joy og átta ára gamalli dóttur þeirra, Mary, verður vísað úr landi en þau sóttu um hæli hér á landi og dval­ar­leyfi af mannúðarástæðum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Skammhlaup í rafstreng í Straumsvík

14:56 Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang. Meira »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »
SómaJulla
Sóma Julla, Selva mótor 60hp, dýptarmælir, GPS, 2 rafgeymar, rafmagnsdæla, handd...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha Virago xv700 árg.84. Gamal og góður hippi í ágætu standi. Verð k...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...