Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar

mbl.is/Heiddi

„Þetta eru fráleitir frasar og ekki svaraverðir,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um ásakanir Saving Iceland um meint harðræði lögreglu gegn mótmælendum í gær.

Í yfirlýsingu sem Saving Iceland sendi frá sér í nótt sakar hreyfingin lögreglu um harkalegt ofbeldi og rógburð, og fjölmiðla fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mótmælum við Iðnaðarráðuneytið og lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær.

Fimm voru handtekin við iðnaðarráðuneytið vegna brota á lögreglusamþykkt og tveir úr hópi þeirra sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í gærkvöld, voru handteknir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Mótmælendur segja að lögregla hafi beitt miklu og óþörfu ofbeldi og slasað mótmælendur. Jón H. Snorrason vísar þessu á bug og segir lögreglumenn í umræddri aðgerð ekki hafa farið offari.

„Síður en svo. Menn létu þetta yfir sig ganga í fleiri klukkutíma. Þetta er mikið verkefni að þurfa að eiga við fólk sem er ósátt við stjórnvöld. Þetta truflar okkar þjónustu við almenna borgara. Það er ævinlega töluvert af verkefnum á föstudags- og laugardagskvöldum og mörg verkefnanna krefjast þess að þeim sé sinnt fljótt og vel. Þetta kom þó ekki að sök í gær en batt töluvert af okkar mannskap á annatíma,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Boðið að gangast undir sátt 

Skýrslur voru teknar af sjömenningunum og þeim boðið að gangast undir sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir mótþróa við lögreglu. Sjömenningunum var sleppt úr haldi á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt leiðbeiningum ríkissaksóknara um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt, varðar það sekt frá 10 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Fyrir brot gegn lögreglusamþykkt má ákvarða sekt upp á 10 til 50 þúsund krónur. Sektarfjárhæðir ákvarðast eftir eðli og umfangi brota.

Fólkið hefur 30 daga umþóttunartíma til að ákveða hvort það gengst við lögreglustjórasáttinni og jafnframt að ganga frá greiðslu. Ef sáttinni er hafnað fer mál viðkomandi væntanlega í ákæruferli.

Saksóknara að skoða ofbeldi mótmælenda í garð lögreglu

Að sögn lögreglumanna og sjónarvotta var sparkað í höfuð lögreglumanns þegar lögreglan leysti upp mótmæli við iðnaðarráðuneytið í gær. Þá var annar lögreglumaður sleginn í höfuðið með fötu, sem var full af málningu. Þeir hlutu ekki alvarlega áverka.

„Atburðarrásin liggur nokkuð ljós fyrir í þessum tilvikum en slík mál fara til ríkissaksóknara. Mestu máli skiptir að menn sluppu betur en á horfðist,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Engin sönnunargögn

Talsmenn Saving Iceland segja að ofangreindar sakir eigi ekki við nein rök að styðjast.

„Ekkert myndefni eða önnur sönnunargögn sýna fram á að Saving Iceland hafi gert það sem fjölmiðlar staðhæfa. Það virðist sem orð lögreglunnar, auk afar vefengjanlegrar frásagnar eins sjónarvotts, um atburði dagsins nægi fjölmiðlum til þess að birta það sem þeir álíta rétta umfjöllun um málið. Það er eðlilegt að fjölmiðlar tali við alla sem að málinu koma en þegar orð lögreglunnar eru notuð á þann veg að um heilagan sannleika sé að ræða, er óumflýjanlegt að spyrja sig fyrir hagsmuni hverra fjölmiðlar starfa,“ segir í yfirlýsingu Saving Iceland frá í nótt.

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé ekki ósanngjörn krafa af hálfu Saving Iceland að sjónarmið samtakanna komist til almennings og að notast verði við frásögn Saving Iceland og sönnunargögn í frekari fréttaumfjöllunum.

Samtökin sendu frá sér rúmlega tveggja mínútna myndbandsbút sem sýnir handtöku eins mótmælanda. Myndskeiðið er klippt og hljóðlaust. Fréttavefur mbl.is hefur óskað eftir því við Saving iceland að fá aðgang að myndbandsupptökunni til að birta hana en svar hafði ekki borist við beiðninni.

Myndbandsbútur Saving Iceland

mbl.is

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Lexus RX300 góður bíll, gott verð
Árgerð 2000, ekinn 225 þús, Nýskoðaður. Þjónustubók frá upphafi. Lítur vel ...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Ný tanktaska á Kawasaki KLR 650
Original taska sem aldrei hefur verið sett á hjól. Verð 10þ Upplýsingar í síma ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...