Ásakanir Saving Iceland ekki svara verðar

mbl.is/Heiddi

„Þetta eru fráleitir frasar og ekki svaraverðir,“ segir Jón H. B. Snorrason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og staðgengill lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um ásakanir Saving Iceland um meint harðræði lögreglu gegn mótmælendum í gær.

Í yfirlýsingu sem Saving Iceland sendi frá sér í nótt sakar hreyfingin lögreglu um harkalegt ofbeldi og rógburð, og fjölmiðla fyrir einhliða og villandi fréttaflutning af mótmælum við Iðnaðarráðuneytið og lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær.

Fimm voru handtekin við iðnaðarráðuneytið vegna brota á lögreglusamþykkt og tveir úr hópi þeirra sem söfnuðust saman við lögreglustöðina í gærkvöld, voru handteknir fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Mótmælendur segja að lögregla hafi beitt miklu og óþörfu ofbeldi og slasað mótmælendur. Jón H. Snorrason vísar þessu á bug og segir lögreglumenn í umræddri aðgerð ekki hafa farið offari.

„Síður en svo. Menn létu þetta yfir sig ganga í fleiri klukkutíma. Þetta er mikið verkefni að þurfa að eiga við fólk sem er ósátt við stjórnvöld. Þetta truflar okkar þjónustu við almenna borgara. Það er ævinlega töluvert af verkefnum á föstudags- og laugardagskvöldum og mörg verkefnanna krefjast þess að þeim sé sinnt fljótt og vel. Þetta kom þó ekki að sök í gær en batt töluvert af okkar mannskap á annatíma,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Boðið að gangast undir sátt 

Skýrslur voru teknar af sjömenningunum og þeim boðið að gangast undir sekt fyrir brot á lögreglusamþykkt og fyrir mótþróa við lögreglu. Sjömenningunum var sleppt úr haldi á fimmta tímanum í nótt.

Samkvæmt leiðbeiningum ríkissaksóknara um brot sem ljúka má með lögreglustjórasátt, varðar það sekt frá 10 þúsund krónum upp í 500 þúsund krónur að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Fyrir brot gegn lögreglusamþykkt má ákvarða sekt upp á 10 til 50 þúsund krónur. Sektarfjárhæðir ákvarðast eftir eðli og umfangi brota.

Fólkið hefur 30 daga umþóttunartíma til að ákveða hvort það gengst við lögreglustjórasáttinni og jafnframt að ganga frá greiðslu. Ef sáttinni er hafnað fer mál viðkomandi væntanlega í ákæruferli.

Saksóknara að skoða ofbeldi mótmælenda í garð lögreglu

Að sögn lögreglumanna og sjónarvotta var sparkað í höfuð lögreglumanns þegar lögreglan leysti upp mótmæli við iðnaðarráðuneytið í gær. Þá var annar lögreglumaður sleginn í höfuðið með fötu, sem var full af málningu. Þeir hlutu ekki alvarlega áverka.

„Atburðarrásin liggur nokkuð ljós fyrir í þessum tilvikum en slík mál fara til ríkissaksóknara. Mestu máli skiptir að menn sluppu betur en á horfðist,“ segir Jón H. B. Snorrason.

Engin sönnunargögn

Talsmenn Saving Iceland segja að ofangreindar sakir eigi ekki við nein rök að styðjast.

„Ekkert myndefni eða önnur sönnunargögn sýna fram á að Saving Iceland hafi gert það sem fjölmiðlar staðhæfa. Það virðist sem orð lögreglunnar, auk afar vefengjanlegrar frásagnar eins sjónarvotts, um atburði dagsins nægi fjölmiðlum til þess að birta það sem þeir álíta rétta umfjöllun um málið. Það er eðlilegt að fjölmiðlar tali við alla sem að málinu koma en þegar orð lögreglunnar eru notuð á þann veg að um heilagan sannleika sé að ræða, er óumflýjanlegt að spyrja sig fyrir hagsmuni hverra fjölmiðlar starfa,“ segir í yfirlýsingu Saving Iceland frá í nótt.

Þá segir í yfirlýsingunni að það sé ekki ósanngjörn krafa af hálfu Saving Iceland að sjónarmið samtakanna komist til almennings og að notast verði við frásögn Saving Iceland og sönnunargögn í frekari fréttaumfjöllunum.

Samtökin sendu frá sér rúmlega tveggja mínútna myndbandsbút sem sýnir handtöku eins mótmælanda. Myndskeiðið er klippt og hljóðlaust. Fréttavefur mbl.is hefur óskað eftir því við Saving iceland að fá aðgang að myndbandsupptökunni til að birta hana en svar hafði ekki borist við beiðninni.

Myndbandsbútur Saving Iceland

mbl.is

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Lagerhreinsun
LAGERHREINSUN - 40% afsláttur Áður verð kr 15.500,- nú verð kr 9.300,- Áður verð...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...