Fyrsti laxinn veiddur á Jökuldal

Mynd Austurglugginn

Fyrsti laxinn sem vitað er til að veiðst hafi á Jökuldal veiddist rétt fyrir hádegi á mánudag. Á vef Austurgluggans segir að Árni Jóhannesson, félagi í Mokveiðifélaginu, hafi fangað fiskinn á túbu.

Þá segir að þetta hafi verið smálax sem veiðimaðurinn sleppti aftur.

Hingað til hefur verið óvissa um fiskgengd upp Jökulsá á Dal vegna erfiðra fossa og flúða á leiðinni. Nokkuð hefur rignt á svæðinu að undanförnu og er talið að laxinn hafi notað aukið vatnsmagn til að fleyta sér yfir höftin. Einnig kann eitthvert náttúrulegt klak að vera á svæðinu því engum seiðum var sleppt í Hnefilsdalsá í fyrra.

Vefur Austurgluggans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert