Björgunarsveitir farnar af hálendinu

Björgunarsveitir að störfum á hálendinu
Björgunarsveitir að störfum á hálendinu

Slysavarnafélagið Landsbjörg bendir ferðalöngum sem hyggja  á hálendisferðir á að vera vel útbúnir þar sem verkefninu „Björgunarsveitir á hálendinu“ er lokið í sumar.  Viðvera björgunarsveitarfólks þar er því engin og kalla þarf eftir aðstoð þeirra úr byggð.
 
Er þetta fjórða sumarið sem fjórar björgunarsveitir eru á hálendinu yfir mesta ferðamannatímann. Slysavarnafélagið Landsbjörg telur viðveru viðbragðsaðila á þessu svæði afar mikilvæga því ferðafólki hefur fjölgað stöðugt og var sumarið afar annasamt hjá björgunarsveitum, samkvæmt tilkynningu.
 
„Þó nokkuð var um alvarleg slys á hálendinu og skipti viðvera björgunarsveita sköpum í þeim tilvikum þegar bregðast þurfti skjótt við og veita fyrstu hjálp. Einnig sinntu sveitirnar eftirgrennslan eftir ferðamönnum sem ekki skiluðu sér á réttum tíma í skála eða annan áfangastað og voru nokkrir þeirra orðnir kaldir og blautir þegar þeir fundust," að því er segir í tilkynningu en björgunarsveitirnar veittu ferðafólki, akandi og gangandi ýmiskonar aðra aðstoð á ferð um hálendið  í sumar.

Björgunarsveitarfólk að störfum
Björgunarsveitarfólk að störfum
Björgunarsveit að aðstoða ferðalanga á hálendinu
Björgunarsveit að aðstoða ferðalanga á hálendinu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert