Metár hjá Fæðingarorlofssjóði

mbl.is/Þorkell

Útlit er fyrir að greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði verði í samræmi við áætlun. Á fjárlögum eru greiðslur til sjóðsins áætlaðar 10,5 milljarðar króna. Sjóðurinn er að hluta til fjármagnaður með tryggingagjaldi, sem lagt er á fyrirtæki, en er með ríkisábyrgð. 

Fyrstu sjö mánuði ársins jukust greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði um hátt í 700 milljónir króna. Greiðslurnar fyrstu sjö mánuði þessa árs voru tæplega sex milljarðar, en á sama tíma í fyrra, sem er stærsta greiðsluár sjóðsins til þessa, voru þær rúmlega 5,3 milljarðar. Allt útlit er fyrir að árið í ár verði hið stærsta í sögu sjóðsins.

Það sem af er ári hafa 10.402 einstaklingar fengið greiðslur úr sjóðnum, 5.575 mæður og 4.827 feður. Mæður hafa fengið 3.343 milljónir, en feður 2.647 milljónir. Í fyrra var heildarfjöldinn til loka júlímánaðar 10.049, mæður voru þá 5.424 og feður 4.625. Heldur hefur því dregið saman með feðrum og mæðrum það sem af er ári.

Fjöldi einstaklinga sem fengið hafa greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hefur aukist með hverju árinu. Þannig fengu 12.487 einstaklingar greiðslur árið 2005, 12.666 árið 2006, 13.406 árið 2007 og í fyrra var fjöldi einstaklinga sem fengu greiðslu úr sjóðnum samtals 14.123.

Þessi aukning helst í hendur við fjölgun fæðinga hér á landi. Stærsta stökkið er á milli áranna 2007 og 2008, en þá fjölgaði fæðingum um yfir 7% á milli ára. Í ár er útlit fyrir að fjöldi fæðinga hér á landi verði meiri en nokkru sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert