Forsetinn í aðgerð í morgun

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands gekkst í morgun undir aðgerð á Landspítalanum vegna axlarbrots. Forsetinn féll af hestbaki í útreiðartúr nálægt Borgarvirki í Húnaþingi á þriðjudagskvöld. Forsetinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann.

Örnólfur Thorsson, forsetaritari segir að aðgerðin í morgun hafi gengið vel. Óvíst er hve lengi Ólafur Ragnar dvelur á spítala. Forsetaritari segir að Ólafur Ragnar sinni sínum daglegu störfum en hnika þurfi ýmsu til í dagskrá forsetans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert