Vann annað árið í röð

Kirkland eftir að hann kom í mark.
Kirkland eftir að hann kom í mark. mbl.is/Kristinn

Bretinn David Kirkland var öruggur sigurvegari í Reykjavíkurmaraþoninu, annað árið í röð. Hann hljóp kílómetrana 42 á 2,28 stundum og 48 sekúndum. Alls lögðu 576 af stað í heilt maraþonhlaup í morgun og 1200 manns ætluðu að hlaupa hálft maraþon. Ræsa átti í 3 kílómetra skemmtiskokk klukkan 11:30. 

Í hálfu maraþonhlaupi kom Ungverjinn Károly Varga fyrstur í mark á 1:13,30 klst. Annar varð Sigurbjörn Árni Arngrímsson á 1.13,55 og þriðji í mark kom Spánverjinn Jose Luis Lozano á 1:16,33. Martha Ernstsdóttir varð fyrst kvenna í mark í hálfu maraþoni á 1:23,09 og önnur varð Mari Johanna frá Noregi á 1:25,34. Íris Anna Skúladóttir kom síðan þriðja yfir marklínuna á 1:25,38.

Í 10 km hlaupi vann Kári Steinn Karlsson örugglega. Hann hljóp vegalengdina á 31,39 mínútum. Annar varð Ólafur Konráð Albertsson á 35,05 og þriðji Jósep Magnússon á 35,13. 

Fríða Rún Þórðardóttir kom fyrst í mark í kvennaflokki í 10 km hlaupi. Fríða Rún hljóp á 38,06 mínútum. Arndís Ýr Hafþórsdóttir varð önnur á 39,33 og þriðja í mark kom Anita Hinriksdóttir á 39,47.

Öll úrslit má sjá með því að smella hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert