Neituðu ekki að senda þyrlu

Hver flugtími stóru þyrlu Gæslunnar kostar um 700 þúsund krónur.
Hver flugtími stóru þyrlu Gæslunnar kostar um 700 þúsund krónur. Árni Sæberg

Verið var að finna lausn á því hvernig ætti að flytja lík mannsins sem lést á Herðubreið þegar svæðisstjóri björgunarsveita á Húsavík hafði samband við dómsmálaráðherra. Þetta segir Hrafnhildur Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Guðmundur Salómonsson, svæðisstjóri björgunarsveita á Húsavík sagði fyrr í dag að Landhelgisgæslan hefði neitað því að aðstoða við að koma líki manns sem lést á Herðubreið í gær til byggða. Hrafnhildur segir þetta ekki rétt.  Gæslan hefði verið að vinna að lausn málsins þegar símtal hefði komið frá dómsmálaráðherra, en Guðmundur hringdi í hana vegna málsins.

Hrafnhildur segir að vegna aðhaldsaðgerða þurfi Landhelgisgæslan að leitast við að spara fjármuni. Hver flugtími stóru þyrlu Gæslunnar kosti um 700 þúsund, en það kosti um 170 þúsund að leigja þyrlu frá Norðurflugi eins og gert hafi verið í þessu máli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert