Leyfa stofnun sjálfstætt starfandi grunnskóla

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Menntaráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í dag, umsókn Menntaskólans ehf. um stofnun sjálfstætt starfandi grunnskóla í Reykjavík, fyrir 5–10 ára gömul börn.  

Fram kemur í fréttatilkynningu frá formanni  menntaráðs að settir hafi verið þeir fyrirvarar að starfsemin skul vera í samræmi við grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Þá skuli starfsemi skólans skal fullnægja kröfum heilbrigðiseftirlits, eldvarnareftirlits og vinnuverndar. Samþykkir er einnig veitt með fyrirvara um samþykki borgaráðs um fjárveitingar til skólans í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2010. 

Í greinargerð frá menntaráði segir meðal annars að sjálfstætt starfandi skólar séu hluti af fjölbreyttri skólaflóru borgarinnar og því fagni menntaráð stofnun Menntaskólans að uppfylltum þeissum skilyrðum.

Umsóknin mun nú fara til menntamálaráðherra sem samkvæmt 43. gr. laga um grunnskóla nr. 91 frá 2008 hefur heimild til að viðurkenna grunnskóla sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum, liggi fyrir samþykki sveitarfélags.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert