Hávaði gegn Icesave

Mótmælendur á Austurvelli í dag.
Mótmælendur á Austurvelli í dag. mbl.is/Jakob

Nú standa yfir mótmælaaðgerðir á Austurvelli gegn Icesave-samningnum en á Alþingi fer nú fram þriðja og síðasta umræða um frumvarp um ríkisábyrgð vegna samninganna. Þeir sem boðuðu til mótmælanna mæltust til þess að þátttakendur framleiddu eins mikinn hávaða og þeir gætu.

Í auglýsingu frá áhugafólki um réttlátan og löglegan Icesave samning segir, að ef samningurinn verði samþykktur á Alþingi í dag kosti það hvern Íslending að minnsta kosti eina milljón króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert