Icesave-umræðu að ljúka

Jóhanna Sigurðardóttir blaðar í skjölum á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir blaðar í skjölum á Alþingi. mbl.is/Eggert

Þingfundi var slitið á Alþingi klukkan 18 í kvöld en þriðja og síðasta umræða um ríkisábyrgð vegna Icesave-lánasamningana hófst í morgun. Þegar fundi var slitið voru þrír þingmenn á mælendaskrá: Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarni Benediktsson.

Fundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan 10:30 á morgun og verða þá greidd atkvæði um breytingartillögur, sem meirihluti og minnihluti fjárlaganefndar hafa lagt fram við frumvarpið. Síðan verða greidd atkvæði um frumvarpið í heild.

Á dagskrá þingfundar á morgun eru einnig frumvörp um tilfærslu á verkefnum ráðuneyta, frumvarp um upplýsingar um fjárframlög til stjórnmálaflokka á árunum 2002-2006 og frumvarp um að ríkissjóður fái heimild til að taka  290 milljarða króna að láni til að styrkja gjaldeyrisforðann og að Landsvirkjun fái að taka 50 milljarða að láni.

Fundum þingsins verður síðan frestað til 1. október en þá verður þingið sett að nýju og fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár lagt fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert