Styrktarsjóður í mál við Landsbankann

mbl.is/hag

Neistinn, Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur höfðað mál gegn gamla Landsbankanum. Sjóðurinn tapaði tugum milljóna króna í bankahruninu. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Neistinn tapaði 28 milljónum króna í bankahruninu en sjóðurinn ávaxtaði peninga sína hjá eignastýringu gamla Landsbankans. Formaður sjóðsstjórnar segir að samkvæmt samningi sjóðsins við bankann hafi bankinn átt að ávaxta 90% af fé sjóðsins í ríkisskuldabréfum eða skuldabréfum sveitarfélaga en það það samkomulag hafi verið þverbrotið. Því hafi verið ákveðið höfða mál á hendur gamla Landsbanka. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert