Farið yfir byggakur og kornið tætt niður í jörð

Byggrækt hefur aukist á Íslandi
Byggrækt hefur aukist á Íslandi Jim Smart

Farið var yfir sex hektara af byggi með jarðtætara og er kornið gjöreyðilagt. Kornakurinn stendur nálægt Háfi í Þykkvabæ en deilur standa yfir milli eiganda jarðarinnar og annarra bænda á svæðinu um eignarhald yfir skikanum. Málið hefur verið kært til lögreglu.

„Akurinn er gjöreyðilagður. Það var farið með jarðvél og byggið tætt ofan í moldina svo það er ónýtt. Þetta hefur verið gert í skjóli nætur,“ segir Karl Ólafsson, bóndi í Háfi. Skikinn hefur lengi verið bitbein milli Karls og kartöflubænda á svæðinu sem telja sig eiga skikann og hafa notað hann fyrir kartöflur.

„Ólíkt Karli sem sáði þarna byggi í vor í skjóli nætur þá fórum við og herfuðum klukkan tvö eftir hádegi á föstudag,“ segir Markús Ársælsson í Hákoti. „Fyrst sýslumaðurinn tekur ekki á þessu neyðumst við til þess,“ segir hann. Markús segir að Karl hafi á sínum tíma verið kærður fyrir eignaspjöll er hann sáði í landið en ekki hafi verið tekið á því. „Við erum orðnir langþreyttir á að þurfa að reyna að sýna ábúendum á Háfi fram á eignarhald á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka