Draga á úr losun um 35% til 2020

mbl.is/Júlíus

Reykjavíkurborg hefur markað þá stefnu að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 35% til ársins 2020 og 73% til ársins 2050. Hlutfall samgangna er um 70% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík og meðhöndlun úrgangs um 20%. Borgin er fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að setja sér stefnu í loftslags- og loftgæðamálum.

Stefnan er tvískipt og fjallar annars vegar um langtímaáhrif á loftslag í heiminum og hins vegar um skammtímaáhrif á það loft sem borgarbúar anda að sér dag hvern.

Í dag losar hver íbúi í Reykjavík um 3 tonn af koldíoxíði (CO2). Ef markmið stefnunnar um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda ná fram að ganga verður losun á hvern íbúa um 1,7 tonn af koldíoxíði árið 2020 og um 0,6 tonn árið 2050.

Losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík er fyrst og fremst vegna bílaflotans. Önnur viðamikil uppspretta losunar er urðunarsvæðin í borginni og finna þarf leiðir til að draga úr myndun úrgangs og nýta lífrænan úrgang.

Í fréttatilkynningu segir að draga megi úr losun gróðurhúsalofttegunda m.a. með breyttu skipulagi innan borgarinnar, þar sem íbúar geta sótt vinnu í sínu hverfi og þurfa þá ekki að keyra til vinnu. Tækifæri séu í kolefnisbindingu, til dæmis með frekari skógrækt í borgarlandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert