Flugvél ekið á kyrrstæðan bíl

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/ÞÖK

Það óhapp varð á Reykjavíkurflugvelli um klukkan fjögur á laugardag að listflugvél var ekið á kyrrstæðan mannlausan bíl sem stóð á vellinum. Óhappið, sem er skilgreint sem alvarlegt flugatvik, var tilkynnt til Flugmálastjórnar en rannsókn þess er í höndum lögreglu. 

Samkvæmt því sem fram kemur í lögregluskýrslu um atvikið var bílnum lagt inn á afmarkað svæði á flughlaði við flugþjónustuhúsið. Á hlaðinu er bílum og flugvélum lagt samkvæmt leyfi og samkvæmt upplýsingum lögreglu hafði ökumaður umrædds bíls leyfi til að leggja honum þar. 

Flugmaður tvíþekjunnar sá hins vegar ekki bílinn, er hann kom þar að, enda er sjónlína flugmanna ekki alltaf beint fram. Ók hann því vélinni á bílinn.

Töluverðar skemmdir urðu bæði á bílnum og flugvélinni en engin slys urðu á fólki.    
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert