Óbreytt lánshæfiseinkunn

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings gaf í dag út skýrslu um lánshæfi ríkissjóðs Íslands og eru lánshæfiseinkunnir óbreyttar. Horfurnar eru áfram neikvæðar.

Fitch segir, að það sem gæti haft áhrif á lánshæfismatið til lækkunar væri að ekki takist að leysa Icesave-deilurnar, opinberar skuldir Íslands haldi áfram að aukast eftir 2010 og það mistakist að koma á jafnvægi í peningamálum og gengi krónunnar.

Lánshæfiseinkunn í erlendri mynt fyrir langtímaskuldbindingar er BBB- og fyrir skammtímaskuldbindingar F3. Lánshæfiseinkunn í íslenskum krónum fyrir langtímaskuldbindingar er A-. Landseinkunnin er BBB-.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert