Á von á átakafundi

Upprunalegi þingflokkur Borgarahreyfingarinnar
Upprunalegi þingflokkur Borgarahreyfingarinnar Ómar Óskarsson

Friðrik Þór Guðmundsson, félagi í Borgarahreyfingunni, á von á miklum slag fyrir og á landsfundi hreyfingarinnar sem verður haldinn þann 12. september. Að óbreyttu er útlit fyrir að þar muni tveir armar innan stjórnmálahreyfingarinnar takast á.Þetta kemur fram á bloggi Friðriks Þórs.

„Hópur sem kalla má Gunnars-arminn, af því að Gunnar Sigurðsson leikstjóri virðist leikstýra þar, hefur opinberað „lista" sem vill fá öll stjórnarsætin. Mér er kunnugt um að annar hópur sé að skipuleggja sig til mótvægis og þennan "arm" kýs ég að kalla Perlu-arminn, því hann hittist víst á Perlunni í vikunni.

Og þá er hreyfingin enn meir en áður farin að líkjast „gömlu flokkunum", þar sem valdabaráttan innan þeirra snýst gjarnan fyrst og fremst um persónur og völd en ekki málefni. Það er ekki einu sinni hægt að tala um vinstri-arm á móti hægri-armi í þessu valdapoti, að ég fái séð," skrifar Friðrik Þór.

Blogg Friðriks Þórs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert