Í gæslu til 22. september

Lögreglumenn fylgja manninum út úr réttarsalnum í dag.
Lögreglumenn fylgja manninum út úr réttarsalnum í dag. mbl.is/Júlíus

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 22. september en maðurinn var handtekinn eftir að mikið magn af þýfi fannst í íbúð hans í austurborg Reykjavíkur í gær.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu er ekki er vitað til þess að fleiri tengist málinu. Verið er að rannsaka þýfið sem talið er vera úr mörgum innbrotum. Einnig er verið að kanna það hvaðan felgur, sem voru hluti þess, geti verið komnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert