Ungir menn á ofsahraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir, að nokkuð hafi borið á hraðakstri um helgina og oftar en ekki hafi átt í hlut ungir ökumenn, eða piltar undir tvítugu.

17 ára piltur var staðinn að hraðakstri á Suðurlandsvegi en bíll hans mældist á 169 km hraða. Lögregla segir, að móðir piltsins hafi komið á vettvang nokkru síðar. Henni var ekki skemmt og hafði á orði að svona ökufantar ættu ekki að hafa bílpróf.

Þá var 18 ára piltur stöðvaður eftir að hann ók eftir Suðurlandsvegi á 145 km hraða. Báðir piltarnir voru sviptir ökuréttindum á staðnum. það sama mátti tvítugur maður þola eftir að hann ók bíl sínum á 166 km hraða á Krýsuvíkurvegi. Sá hefur áður verið staðinn að hraðakstri en þó ekkert í líkingu við þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert