128 fasteignir seldar á nauðungaruppboði

Í lok ágúst höfðu 128 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík á árinu 2009. Flestar þeirra voru seldar í mars, 37 talsins en einungis ein var seld í ágúst. 161 fasteign var seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008.

Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru í lok ágúst 1.377 talsins, flestar í júní, 225 talsins. Í allt voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir skráðar árið 2008 hjá sýslumanninum í Reykjavík.

690 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu í janúar til ágúst 2009.  Í lok ágúst 2009 höfðu 248 bifreiðir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið í fyrra.

Í lok ágúst 2009 höfðu 12.746 fjárnámsbeiðnir verið skráðar hjá embættinu á árinu. 25 útburðarbeiðnir höfðu borist embættinu í lok ágúst og 7 innsetningarbeiðnir á sama tíma. Árið 2008 voru skráðar fjárnámsbeiðnir alls 18.541. Skráðar útburðarbeiðnir árið 2008 voru 55 og innsetningarbeiðnir voru 3, að því er fram kemur á vef Sýslumannsins í Reykjavík.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert