Lögregluaðgerðir gegn þjófahópum

Lögregla með einn mannanna, sem handteknir voru í dag.
Lögregla með einn mannanna, sem handteknir voru í dag. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið hátt í tug manna vegna aðgerða gegn þjófahópum. Einnig hefur þýfi verið gert upptækt og er það samkvæmt upplýsingum mbl.is metið á milljónir króna.

Fimm voru handteknir í gær vegna rannsóknar lögreglu og fjórir í dag. Ekki liggur fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Lögreglan hefur lagt hald á mikið magn þýfis og skv. upplýsingum lögreglu er aðgerðum ekki lokið.

Lögreglan hefur á undanförnum vikum handtekið nærri tug manna af erlendu bergi brotna, sem taldir eru hafa stundað skipulögð innbrot og þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu. Lagt hefur verið hald á mikið magn af þýfi. Sjö manns eru í gæsluvarðhaldi.

Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að verið sé að yfirheyra menn sem grunur leiki á að tengist þjófagengi, sem er nú þegar í haldi lögreglu. Verið sé að leita að þýfi sem þjófagengið er grunað um að hafa stolið í innbrotum. Þeir sem hafi verið handteknir geti vonandi aðstoðað við þá leit. Lögreglan hafi farið í húsleitir vegna þessa.

Um sameiginlegt verkefni þriggja svæðisstöðva var að ræða, þ.e. í Grafarvogi, Kópavogi og í Vesturbænum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert