Óskar eftir umræðu um vistheimilisskýrsluna í borgarráði

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur óskað eftir því að vistheimilisskýrslan svonefnda verði sett á dagskrá borgarráðs af gefnu tilefni.

Segir hann í tilkynningu til fjölmiðla að einkum sé nauðsynlegt fyrir borgarráð að dregnir verði fram þeir þættir skýrslunnar sem snúa að Reykjavíkurborg, barnaverndaryfirvöldum og hvaða lærdóma þurfi að draga af þeim málum sem í skýrslunni birtast.

„Jafnframt er brýnt að svara því hvort tilefni er til að kanna frekar ástæður eða rök til hugsanlegrar skaðabótaskyldu borgarinnar, afsökunarbeiðni borgaryfirvalda eða aðrar aðgerðir og umbætur, sbr. tillögur. ábendingar og niðurstöður vistheimilanefndar. Þá verður ekki hjá því vikist að borgarráð taki afstöðu til frekari athugana á málefnum einstaklinga sem vistaðir voru í viðkomandi heimilum," samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert