Halldór hefur enga ákvörðun tekið

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekkert nýtt að leitað …
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, segir ekkert nýtt að leitað sé til hans úr öðrum sveitarfélögum. Ásdís Ásgeirsdóttir

Sjálfstæðisfólk í þremur sveitarfélögum hefur haft samband við Halldór Halldórsson, bæjarstjóra á Ísafirði, á undanförnum vikum og falast eftir liðsstyrk hans. „Það er ekkert nýtt, það gerðist líka 2002 og 2006,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið.

Halldór sagðist ekki hafa tekið neina afstöðu til þessara málaleitana. „Það er gaman að menn skuli hafa trú á manni,“ sagði Halldór. „Það er alveg einlægt svar að ég hef enga afstöðu tekið til þessa. Ég hef bara spjallað við menn sem hafa viljað spjalla við mig.“

Orðrómur hefur verið um að Hafnfirðingar hafi leitað til Halldórs um að koma þangað í bæjarmálin. Halldór vildi ekki gefa upp úr hvaða sveitarfélögum þeir eru sem hafa óskað eftir liðsstyrk hans. Hann sagði þó að sveitarfélögin sem hér um ræðir séu „ekki öll á sama stað“.

Halldór sagði að þeir sem hafa leitað til hans í þessum erindum séu forystumenn í Sjálfstæðisflokkum á viðkomandi stöðum eða tengist flokksstarfinu með einum eða öðrum hætti. Hann sagði alveg eins líklegt að ekkert yrði af neinu þessu. 

Halldór hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér sem oddviti og bæjarstjóraefni á Ísafirði í næstu sveitarstjórnarkosningum vorið 2010. Halldór kynnti þessa ákvörðun sína á fundi í bæjarmálafélagi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert