Fullur veiðimaður ók útaf

mbl.is/Július

Lögreglan á Húsavík tók mjög ölvaðan ökumann við þjóðveginn í austanverðu Víkurskarði um kl. 20.00 í gærkvöldi. Um var að ræða stangaveiðimann sem hafði ekið fólksbíl sínum út af veginum en bíllinn hélst þó á hjólunum.

Vegfarendur sem komu þarna að ætluðu fyrst að aðstoða manninn við að ná bílnum aftur upp á veg. Þegar þeir sáu ástand hans var kallað á lögregluna. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Húsavík til sýna- og skýrslutöku. Honum var síðan ekið í dvalarstað. Ökumaðurinn missir væntanlega ökuleyfið og fær dágóða sekt fyrir ölvunina.

Bíllinn var skilinn eftir þar sem óhappið varð og mun dráttarbíll sækja hann í dag.

Lögreglan á Húsavík stöðvaði þrjá ökumenn fyrir of hraðan akstur í gær, tvo Íslendinga og einn útlending. Sá sem hraðast fór ók á 119 km/klst hraða.  Hann má eiga von á 50 þúsund króna sekt og einum refsipunkti í ökuferilsskrána.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert