Akureyrarbær braut á fanga

Brynjar Gauti

Umboðsmaður Alþingis telur að Akureyrarbær hafi brotið á réttindum fanga sem var synjað um fjárhagsaðstoð frá félagsmálaráði bæjarins við kaup á gleraugum og greiðslu á tannlæknakostnaði er hann afplánaði fangelsisdóm á Akureyri. Beinir umboðsmaður Alþingis þeim tilmælum til úrskurðarnefndar félagsþjónustu að hún tæki mál mannsins fyrir að nýju óski hann þess.

Athugun umboðsmanns Alþingis beindist að lögmæti þess almenna sjónarmiðs, sem lá að baki afgreiðslu félagsmálaráðs Akureyrarbæjar á umsóknum mannsins og úrskurði úrskurðarnefndar félagsþjónustu í máli hans, að fangi ætti ekki rétt á fjárhagsaðstoð frá lögheimilissveitarfélagi sínu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Sú afstaða byggði einkum á þeirri forsendu að fangi væri á framfæri ríkisins á meðan á afplánun stæði samkvæmt lögum um fullnustu refsinga.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert