Ástralir fjalla um íslenska hrunið

Robert Wade, prófessor, er meðal viðmælenda ABC.
Robert Wade, prófessor, er meðal viðmælenda ABC.

Talsverður áhugi er í Ástralíu á þeim örlögum, sem Ísland hlaut af völdum fjármálakreppunnar. Ástralska sjónvarpsstöðin ABC birti í gær langan þátt þar sem rætt er við ýmsa sem tengjast íslenska hruninu.

Í þættinum eru m.a. birt brot úr viðtali sem Gunnar Sigurðsson tók við Björgólf Thor Björgólfsson.  Gunnar segir við ástralska fréttamanninn, að hann telji að spilling sé meginástæðan fyrir íslenska hruninu. „Við veittum nokkrum mönnum leyfi til að selja Ísland."

Umfjöllun ABC um Ísland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert